Mexíkóskur pottréttur
Þessi einfaldi réttur er mjög vinsæll í fjölskyldunni.
Hráefni
- 300 g vegan hakk
- 2 stk. laukur
- 1 stk rauð paprika
- 1 hvítlaukur
- 100 g tómatpúrra
- 120 g hýðishrísgjrón
- 6 dl vatn
- 1 stk grænmetisteningur
- 400 g baunir (blandaðar baunir eða hvítar baunir eða svartar baunir)
- 200-300 g maísbaunir
- 200 g rifinn ostur
- ½ tsk cayenne pipar
- 2 tsk oregano
- 1½ - 3 msk cumin
- 1 msk hvítlaukskrydd
- 2 tsk paprika
- 2 tsk sjávarsalt
- 1 msk kóríander krydd eða lúka af ferskum kóríander
- ólífuolía til steikingar
Aðferð
- Steikja laukinn í potti og láta hann mýkjast í nokkrar mínútur
- Bæta hvítlauk og papriku útí
- Bæta kryddi, tómat púrru, hrísgrjónum, vatni, helming af ostinum og grænmetiskrafti útí og hræra vel saman
- Láta malla í 40 mínútur (ef venjuleg hrísgrjón eru notuð er nóg að malla í 20 mínútur)
- Bæta vegan hakki útí ásamt baunum
- Láta malla í 5-10 mínútur
- Setja restina af ostinum ofaná, setjið lok á pottinn og látið malla þar til osturinn hefur náð að bráðna. Ef vill, þá má líka setja þetta í eldfast mót, ostinn yfir og í ofn í 200 gr þar til osturinn er bráðnaður.
Gott að borða með t.d. taco skel
Upphaflega uppskriftin kemur frá https://www.gottimatinn.is/uppskriftir/mexikoskur-pottrettur-med-hakki?fbclid=IwAR3ay-0HX7fKws3-_1ZLmqYtLsRWlxbiVoQvlZMcsWkDWqWbGhVcOfRozV8