Makkarónugrautur

Vinsæll grautur á heimilinu, man ekki hvar ég fann uppskriftina upphaflega, var með þetta á handskrifuðu blaði í uppskriftarbunkanum.

Hráefni

  • 150 gr. Makkarónur
  • 1 liter Mjólk
  • 70 gr. Sykur
  • ¼ tsk Salt
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 3 dl Vatn

Aðferð

  • Sjóða Makkarónur í allt að 8 mínútur eða þarf til þær eru mjúkar
  • Bæta mjólk við smátt og smátt og láta suðuna alltaf ná sér upp
  • Sykur, salt og vanilludropum bætt útí og látið malla þar til makkarónurnar eru mjög mjúkar og grauturinn farinn að "þykkjast"
  • Borið fram heitt með kanilsykri og mjólk útá ef vill