Sósa

Góð osta/rjóma sósa upplögð með ýmsum mat, svo sem lambakjöti, nautasteik og hnetusteik

Hráefni

  • 1 stk. Villisveppa rjómaostur (eða pipar rjómaostur)
  • ½ líter rjómi (ég nota laktósa free)
  • 250 gr. sveppir
  • 250 gr. gulrætur
  • 1 stór laukur
  • ½ líter vatn
  • 1 stk. grænmetisteningur
  • góð matarolía til að steikja sveppina
  • 1 tsk rifsberjasulta
  • salt, pipar og eitthvað af grunn kryddunum fyrir kjötið/hnetusteikina

Aðferð

  • Skera gulrætur niður í bita (ca 1½ cm)
  • Skera laukinn niður í grófa bita
  • Setja gulrætur, lauk og vatn í pott og sjóða þangað til gulræturnar eru mjúkar, ekki mauksjóða
  • Sikta gulrætur og lauk frá vatninu og setja soðið í pott, gultæturnar og laukinn má svo salta til og hafa sem meðlæti ef vill
  • Hreinsa sveppina og skera sveppi niður (gróft eða fínt eftir smekk)
  • Steikja sveppina í olíunni
  • Skera ostinn niður í tiltölulega þunnar sneiðar
  • Setja steikta sveppina út í soðið ásamt ostinum og sjóðið við meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðinn
  • Bæta rjómanum útí og láta malla við lágan hita góða stund
  • Krydda með salt og pipar eftir smekk
  • Krydda með "grunnkryddi" af höfuðréttinum (dæmi Lamb islandia krydd ef lambakjöt)
  • setja sultuna útí
  • Sjóða lengur og hræra öðruhverju, passa að brenni ekki við.
  • Hægt að nota sósuþykkni ef sósan er of þunn

Ef rauvínsbragð passar með matnum, þá er gott að nota 1 dl. af rauðvíni og 4 dl. af vatni til að sjóða gulrætur og lauk saman.