Karrísósa
Hráefni
- 3 msk góð olía
- 1 tsk karrí
- 3 msk hveiti
- ca. 4.5 dl vökvi (hægt að nota vatn, mjólk eða rjóma), ég nota smá rjóma og restina mjólk.
- 1 tsk eða teningur grænmetiskraftur
Aðferð
- Smjörið brætt og karrí bætt út í og það steikt í olíunni í mjög stutta stund (passa vel að brenna ekki kryddið).
- Hveitinu bætt út í og blandan pískuð þar til hún verður þykk.
- Þá er vökvanum bætt út í og á meðan er hrært stöðugt í sósunni með písk.
- Grænmetiskraftinum bætt út í.
- Sósan látin malla í 3-5 mínútur.
Fengið upphaflega héðan: https://eldhussogur.com/tag/karrysosa-uppskrift/