Uppstúf
Kartöflur í hvítri mjólkursósu
Hráefni
- 1 kg kartöflur (ekki of stórar)
- 80 g smjör
- 80 g hveiti
- 1 l mjólk
- 1-2 msk sykur
- ½ tsk salt
- hvítur pipar
Aðferð
- Kartöflur soðnar, afhýddar og skornar í bita ef þær eru stórar
- Smjör brætt í potti, hveitinu hrært út og látið malla í 1-2 mínútur við lágan hita
- Bakað upp með mjólkinni, passa vel upp á að sósan verði ekki kekkjótt eða brenni við
- Sykri bætti útí og kryddað með salti og pipar
- Kartöflurnar látnar útí og látið malla í 5 mínútur þar til kartöflurnar eru orðnar heitar