Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum, brokólí og smurosti
Góður hversdagsréttur, ekkert vesen.
Hráefni
- 6 dl soðin hrísgrjón (2 dl. ósoðin hrísgrjón)
- 700 g úrbeinaður þorskur (eða aðrar tegundir)
- 2 stk laukur
- 1 stk rauð paprika
- 1 stk brokkolí haus
- 2 tsk karrý
- 1 stk grænmetisteningur
- 250 ml smurostur (hreinn)
- 1 msk paprika
- 150 ml piparrjómaostur
- nokkrar þunnar ostsneiðar
- salt og pipar
- olía til steikingar
Aðferð
- Sjóða hrísgrjónin
- Skera lauk og papriku smátt
- Skera brokkolí millgróft, ekki nota mikið af legg nema fínsaxa hann en þá má hann alls ekki vera trenaður
- Steikja grænmetið og karrý í smjöri og olíu við meðalhita, bætið grænmetistening út í og leyfið að malla í nokkrar mínútur
- Bræðið smurost og rjómaost ásamt papríkudufti í potti
- Blandið hrísgrjónum vel saman við grænmetið og smakkið til með salti og pipar
- Setjið hrísgrjónablönduna í eldfast mót
- Skerið þorskinn í þunnar sneiðar og raðið ofan á hrísgrjónablönduna, þekið allt með þorskinum
- Hellið ostablöndunni yfir og passið að hún þeki yfir allan þorskinn
- raðið þunnum ostasneiðum óreglulega yfir ostablönduna, má alveg krossast
- Bakið við 175°C í 25 mínútur eða þar til kominn er fallegur gullin litur
- Berið fram með fersku salati, mjög gott að hafa avocado með þessum rétti