Mexíkóskt lasagna
Þetta er einföld uppskrift sem gleður alla fjölskyldumeðlimi. Gott er að hafa allt hráefnið tilbúið og niðurskorið þegar eldamennskan hefst. Byrjið á að gera sósuna.
Unnið upp úr fréttablaðinu https://www.frettabladid.is/lifid/kjuklingarettir-me-chilli þetta er seinni uppskriftin á þessum link
Hráefni
Sósa
- 2 msk rapsolía
- 2 msk hveiti
- 4 msk chili duft
- ½ tsk hvítlauksduft
- 1 tsk salt
- 1 tsk cumin
- 1 tsk oregano
- 1 dós hakkaðir tómatar (400 gr)
- 3 dl soð
- 1 pakki vegan kjúklingur
- 8 stk tortillur
- 50 g spínat
- 1 dós maísbaunir
- 1 dós svartar baunir
- 200 g rifinn ostur
Meðlæti
- 1 stk Lárpera (skorin í bita)
- 2 stk tómatar (skornir í bita)
- 3 stk vorlaukur (sneiddur)
- 1 stk límóna (skorin í báta)
- chili sósa
- sýrður rjómi
Aðferð
- Hitið ofninn í 200°C.
- Þegar sósan er gerð er olía hituð á pönnu og hveiti, chiliduft, hvítlauksduft, salt, cumin og oregano sett út í og steikt í nokkrar mínútur. Góður ilmur kemur frá kryddunum. Bætið þá við tómötum og soði. Leyfið öllu að malla smá stund.
- Rífið kjötið niður. Skerið hverja tortillaköku í fernt. Opnið baunadósina, hellið vatninu frá og skolið svörtu baunirnar undir rennandi vatni.
- Takið nú sósuna af hitanum og sækið eldfast mót sem er 20x25 að stærð. Setjið smá sósu í botninn á forminu. Leggið tortilla-kökur yfir. Setjið spínat og kjúkling yfir, síðan svartar baunir og maísbaunir. Dreifið osti yfir og setjið meira af sósunni. Þá eru aftur settar tortilla-kökur yfir og síðan spínat og kjúklingur. Þá eru baunir og svo haldið áfram eins þar til allt er búið. Í restina er sósa og rifinn ostur. Breiðið álpappír yfir formið.
- Setjið formið í 200°C heitan oft og bakið í 30-40 mínútur. Takið þá álpappírinn, dreifið aðeins meiri osti yfir og bakið í 5-10 mínútur í viðbót. Osturinn á að vera gullinbrúnn. Gott er að kæla réttinn í nokkrar mínútur áður en hann er borinn fram svo enginn brenni sig.
- Berið fram með meðlætinu sem upp var talið og jafnvel salati líka.