Kjúklingasúpa - Tandoori (vegan kjúklingur)

Gómsæt Tandoori kjúklingasúpa, bragðmikil og rífur vel í.
Í upphaflegu uppskriftinni sem ég fékk uppskriftina frá Hrönn Friðriksdóttur er kjúklingur, en ég nota vegan kjúkling í staðinn.
Þessi súpa geymist vel í 3-4 daga og fínt er að frysta hana.

Hráefni

  • kókosolía (eða ólívuolía) (til steikingar)
  • 2 stk laukur
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 30-40 g engiferrót (rifin)
  • ½-1 tsk tandoorikrydd
  • ¼-½ tsk cumin
  • 1-2 tsk paprikuduft (ef notuð er reykt paprika, þá má sleppa chili dufti)
  • ¼-½ tsk chili duft
  • 8-12 stk gulrætur
  • 1-2 bollar hvítkál
  • ½ stk sítróna (kreistur safi)
  • 1 dl sæt chili sósa
  • 1 stk grænmetistengingur
  • 1 l soð
  • 1-2 dósir maukaðir tómatar
  • 1 dós tómatþykkni
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dl rjómi (eða 1 dós kókosmjólk)
  • 1 poki vegankjúklingur
  • salt og pipar

Aðferð

  • Látið kókosolíu í stóran pott og léttsteikið laukinn
  • Setjið hvítlauk og engifer út í ásamt öllu þurru kryddi. Bætið við kókósolíu ef þarf.
  • Sneiðið gurlrætur, saksið hvítkálið og bætið útí ásamt sætri chili sósu, sítrónusafa, tómötum og tómatkrafti
  • Látið malla í 30-60 mín
  • kjötið (búið að elda) skorið í hæfilega bita og sett í súpuna
  • Kókosmjólk og rjóma bætt útti
  • Smakkað til með salti og pipar