Indversk Grænmetissúpa

Indversk súpa, tilvalið að nota afganga í hana. Man ekkert hvar ég datt niður á þessa uppskrift.

Hráefni

  • olive oil
  • 1 stk laukur (saxaður)
  • 1 stk hvítlaukur (fint skorinn eða pressaður)
  • 4 stk gulrætur (skornar í strimla)
  • 2 msk engifer (rifið)
  • 1 stk grænt epli (skrælað og skorið smátt (litla bita))
  • 1 dós hakkaðir tómatar (með basilíku (eða krydda með basilíku))
  • 1 l vatn
  • 1 stk grænmetisteningur
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1/2 dós sýrður rjómi 18%
  • 7.5 ml karrý (1.5 tsk af karrý)
  • 7.5 ml Garam masala
  • salt og pipar

Aðferð

  • Nota stóran pott, setja olíu út í og léttsteikja lauk, hvítlauk, engifer, epli, karrý og garam masala
  • Bæta við vatni, kókosmjólk og grænmetisteningi. Láta malla í 15 mín
  • Bæta við sýrðum rjóma og krydda