Hamborgarhryggur með ananashjúp

Fín uppskrift sem við höfum notað á hverjum jólum í mörg ár. Hef ekki hugmynd hvaðan upprunalega útgáfan kom.

Hráefni

Hamborgarahryggur

  • 1½ kg hamborgarhryggur með beini
  • 1½ l vatn
  • 3 dl rauðvín
  • 1 stk laukur
  • 2 stk gulrætur
  • 1 stk lárviðarlauf
  • 15 stk svört piparkorn

Ananashjúpur

  • 1 lítil dós ananaskurl
  • 1½ dl sætt sinnep
  • 2 dl dökkur púðursykur

Sósa

  • 6 dl soð af hryggnum
  • 40 g hveiti
  • 40 g smjör
  • 1½ dl rauðvín
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1½ dl rjómi
  • 0-2 stk svínakraftur (nota ef talin þörf)

Aðferð

Hamborgarhryggur

  • Skerið lauk og gulrætur í miðlungsbita
  • Setjið vatn, rauðvín, lauk, gulrætur, piparkorn, lárviðarlauf og hamborgarhryggur í stóran pott
  • Setja lágan hita undir pottinn (8) þannig að suðan komi hægt upp. Þetta er MJÖG MIKILVÆGT
  • Látið malla í 35-45 mínútur.
  • Taka hrygginn uppúr pottinum og skera beinið frá.
  • Setja hrygginn í ofnskúffu og smyrja með ananashjúpnum.
  • Hitið ofn í 180°C
  • Setja hrygginn í heitan ofninn og baka í u.þ.b. 15 mín.
  • Bera fram með karamellukartöflum, ávaxtasallati og grænmeti

Ananashjúpur

  • Kreista vel allan safa út ananaskurlinu (setja í sigti)
  • Setja öll hráefni í skál og hræra vel saman. Láta standa góða stund og hræra aftur.

Sósa

  • Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við til að búa til smjörbollur.
  • Bakið upp sósuna úr ⅔ hluta af soðinu og bætið afganginum af soðinu útí eða vatni/mjólk ef soðið er of salt
  • Bætið rjóma útí
  • Bragðbætið með rjóma, rifsberjahlaupi og krafti