Fiskisúpa
Fljótleg og þægileg súpa
Hráefni
- 1 stk laukur
- 15 cm púrrulaukur (miðjan)
- 4-6 stk fiskteningar (Knorr)
- 1-2 stk gulrætur
- 1 stk kartafla
- 4 msk tómatpúrra
- 2 l vatn (1-2 dl. má vera hvítvín eða mysa)
- 1 l rjómi
- 1 tsk dragon (tarragon)
- ½ tsk salvía
- ½ tsk italian seasoning
- fiskur, hvað sem er (heildarmagn 1.5-2 kg)
Aðferð
- Saxa lauk niður og velta í olívuolíu þar til hann er orðinn mjúkur.
- Setja vatn útí
- Setja saxaða kartöflu og gulrætur út í.
- Ná suðunni upp og láta malla í 5 mínútur
- Tómatpúrru, fiskteningum og kryddi bætt í, látið malla þar til gulrætur eru mjúkar
- Rjóminn settur út í
- Fiskurinn skorinn í bita og settur út í um leið og suðan kemur upp á rjómanum
- Ná hitanum upp en taka síðan pottinn af hellunni þar sem fiskurinn má ekki sjóða í súpunni
Gott að borða með snittubrauði (heimatilbúnu).