Egg- og (vekan)beikonbaka
Hráefni
Fylling
- 1 msk Olía (kókosolía eða ólívuolía)
- 10 sneiðar beikon (ég nota vekan beikon)
- 9 stk egg (nota stór egg, fleiri ef lítil egg)
- ½ dl nýmjólk
- svartur pipar og salt
Hjúpur
- 300 g hveiti
- 175 g kældir smjör teningar
- 1 stk egg
- sjávarsalt (góðan slurk, eftir smekk)
Aðferð
Fylling
- Hita olíu á góðri steikarpönnu
- Skera beikon í bita og steikja á pönnunni þangað til beikonið er krispí. Taka þá beikonið af pönnunni og leyfa því að kólna
Hjúpur
- Setja hveitið, saltið og smjörið í matvinnsluvél og blanda saman.
- Píska eggið með matskeið af köldu vatni og bæta í blönduna meðan matvinnsluvélin vinnur.
- Hræra vel saman.
- Skipta deiginu í tvö hluta.
- Gott að geyma í ísskáp og láta kólna.
- Fletja út annan hlutann í ca 5 mm þykkan platta.
- Smyrja eldfast mót vel að innan og þekja með plattanum.
- Þekja seinni hlutann út í ca 5 mm þykkan platt.
Sameiginlegt
- Hita ofn upp í 190°C
- Dreifa beikoni yfir deigið í eldfasta mótinu. Taka 6 egg, brjóta þau og dreifa þeim um mótið, ekki sprengja rauðuna.
- Setja 3 egg og mjólkina saman í skál og pískið vel saman eða þeytið saman í hrærivél. Bætið við slatta af salti og pipar, ekki spara kryddið, og pískið eða þeytið áfram.
- Hellið eggjablöndunni varlega yfir mótið, þannig að það fylli öll göt sem beikonbitarnir mynda. Geyma 2-3 matskeiðar af eggjablöndunni.
- Setja seinni plattan af hjúpnum yfir fyllinguna og lokið vel saman á köntunum. Dreifa restinni af eggjablöndunni yfir.
- Setja í heitan ofn og baka í 45-55 mínútur.
- Í lokin, prófa með beittum hníf að stinga í bökuna, ef deigið er enn blautt/klístrað, baka áfram í 15 mínútur.
- Láta standa í amk. 15 mín áður en borið fram.