Brokkolísúpa
Fljótleg og þægileg grænmetissúpa
Uppskriftin er unnin upp úr http://www.eldhus.is/eldhus.php?func=birtauppskrift&id=379
Hráefni
- 1 stk brokkolí (eða annað grænmeti, t.d. blómkál)
- 1 msk ólívuolía eða kókosolía
- 1-3 stk grænmetisteningar (smakka til)
- 1 dós smurostur (bragðlaus)
- 1 l mjólk
- 1 dl vatn
- 4 msk hveiti
- krydd eftir smekk (svartur pipar, salt, season all, …)
Aðferð
- Brokkolíið (má líka nota annað grænmeti) er skorið niður og steikt í stórum potti, látið malla í 3-5 mínútur
- Mjólkinni hellt yfir og látið malla í 5-15 mín eftir káltegund og stærð bita
- Hveitið hrært saman í hveitijafning
- Hveitijafningnum hrært saman við
- Smurosti og grænmetistenginum bætt út í
- Kryddað eftir smekk.
- Gott að bæta við rjómaslettu.