Blómkálssúpa
Fljót kremuð blómkálssúpa.
Uppskriftin er upphaflega frá http://www.ms.is/uppskriftir/forrettir/Blomkalssupa/item.aspx.1
Hráefni
- 1 stk blómkálshaus
- 1 l vatn
- 1 tsk salt
- 50 g smjör (eða ólívuolía)
- 40 g hveiti
- 1 tsk karrý
- 2 stk súpukraftsteningar
- 1 dl rjómi
- season all
Aðferð
- Vatn og salt hitað að suðu.
- Blómkálið er þvegið, skipt niður í litla stilka, sett út í sjóðandi vatnið og soðið í u.þ.b. 5 mín.
- Sigtið blómkálsstilkana frá soðinu.
- Bræðið smjörið í potti, bætið karrýinu og súpukraftinum út í og látið krauma litla stund.
- Bætið hveitinu út í og jafnið með soðinu af blómkálinu.
- Setjið síðan rjómann út í og bragðbætið með salti og Season all.
- Borið fram með grófu snittubrauði og smjöri.