Aspassúpa

Fljótleg og góð súpa sem ég fann á ljumeti.com. Sjá: https://ljufmeti.com/2012/10/17/aspassupa/

Hráefni

  • 2 msk smjör eða ólífuolía
  • 4 msk hveiti
  • 1 dós grænn aspas (passa að gæðin séu góð)
  • 5 dl vatn
  • 2 dl rjómi
  • 2 stk grænmetisteningur
  • salt og hvítur pipar eftir smekk

Aðferð

  • Bræða smjör eða hita olíu í potti og hræra hveitinu við
  • Bæta safanum af aspasnum við í smáum skömmtum og hræra vel.
  • Bæta vatninu við á sama hátt, smátt og smátt, ásamt teningnunum.
  • Setja aspasinn út í
  • Látið malla við lágan hita í smá stund
  • Smakka til með hvítum pipar og salti