Vefjur með vegankjúkling

Bjó þennan rétt til í gær og tókst alveg ljómandi vel. Var mjög vinsælt af öllum á heimilinu. Hægt að nota margar gerðir af vegankjúkling, en passa þarf upp á hvort hann er forkryddaður eður ei.

Hráefni

Fylling

  • 1 pakki vegan kjúklingur
  • 1 pakki tex mex kryddblanda
  • 1 msk Fiesta de Mexico
  • 1 stk laukur
  • 3 std hvítlauksrif
  • 200 gr brokkolí
  • 1 stk rauð papríka (hreinsa burt fræin)
  • 1 dl furuhnetur
  • 1 stk chili (hreinsa burt fræin)
  • 250 gr sveppir
  • 1 stk Kallö grænmetisteningur
  • olía til steikningar
  • svartur pipar og salt

Sósa

  • 1 stk avacado
  • 200 gr rjómaostur

Vefjur

  • 8 stk vefjur
  • rifinn ostur
  • sýrður rjómi

Aðferð

Fylling

  • Skera niður lauk og steikt í stórum potti við meðal hita þar til glær.
  • Skera hvítlauk niður og bæta við laukinn.
  • Skera papríku niður og bæta við laukinn.
  • Skera sveppina niður í sneiðar og steikja vel upp úr smjöri á pönnu.
  • Bæta sveppunum við laukinn.
  • Skera vegan kjúkling í bita ef þarf og steikja á pönnunni.
  • Bæta kjúklingnum við laukinn.
  • Bæta greinmetistengin við og hræra vel.
  • Krydda.

Sósa

  • Skera avacado og mauka með gafli.
  • Hræra saman avacado og rjómaostinn.
  • Bæta sósunni og furuhnetunum saman við fyllinguna og hræra vel saman.
  • smakka til með salti og pipar.

Vefjur

  • Setja fyllingu inn í hverja vefju.
  • raða vefjunum í eldfast mót með sárið niður.
  • Smyrja yfir með sýrðum rjóma.
  • Strá osti yfir.
  • Setja inn í 200°C heitan ofn og baka þar til osturinn er fallegur á litinn, ca. 20 mínútur.