Pasta sósa
Sósa sem hentar vel með hvaða pasta sem er. Eins er hægt að nota þetta með t.d. pyslum, hvort sem er kjötpyslum eða veganpylsum og t.d. skera pylsurnar í bita og þræða upp með spagetti.
Heimagert hvítlauksbrauð passar vel með.
Hráefni
- 8 hvítlauksgeirar
- 1 stk laukur (má sleppa)
- 1 stk papríka (má sleppa)
- 1 stk grænmetisteningur (má sleppa)
- 2 dósir hakkaðir tómatar (natural, engin krydd)
- 1/2 bolli basilicum
- 1 tsk balsamic vinegar
- 1-2 tsk maple síróp
- 1 tsk salt (smakkið til)
- olía til steikingar
Aðferð
- steikið hvítlauk, lauk og papríku upp úr olíu við miðlungshita þar til mjúkt
- bætið hökkuðum tómutum útí ásamt basilicum og látið malla í 45 mín
- bætið grænmetistening útí
- bætið vinegar og salti útí
- bætið sírópi útí
- ef sósan er of "kekkjót" ma jafna hana út með sprota