Súkkulaði

Hér er einföld og góð uppskrift. Unnin upp úr uppskrift sem ég fann í Morgunblaðinu.

Hráefni

  • 100 gr. suðusúkkulaði
  • 1 dl. vatn
  • 1 l. mjólk
  • 1¼ dl. rjómi
  • ½ tsk. vanilludropar ef vill, passa samt að setja ekki of mikið, gott að smakka til
  • 1 tsk kanill ef vill

Aðferð

  • Setja vatn í pott, brjóta súkkulaði í bita og bræða, malla smá stund í meðalhita
  • Setja mjólk útí og ná upp suðu, sjóða mjög stutt og pass vel að sjóði ekki upp úr
  • Þeyta rjómann og njóta