Ris a la mande

Mjög góður "Ris a la mande" sem við höfum haft á jólum í fjölda ára. Fengum þetta úr dönsku blaði "Glad i Mad", en því miður veti ég ekki árganginn, þetta var jólablaðið eitt árið.

Hráefni

  • 1½ dl. grautarhrísgrjón
  • 3 dl. vatn
  • 1 l mjólk
  • 1 stk. vanillustöng
  • ½ l. rjómi
  • 4 msk. sykur
  • 120 g. möndluflögur
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 stk. krukka krisuberjasósa (Den gamle fabrik)

Aðferð

  • Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í u.þ.b. 10 mínútur
  • Bætið mjólkinni í pottinn
  • Sjóðið áfram í 50 mínútur, passa vel upp á að grauturinn brenni ekki við.
  • Kælið grautinn mjög vel. Gott að geyma í ísskáp í nokkra klúkkutíma
  • Stífþeytið rjómann með sykri og vanillusykri.
  • Blandið smá rjóma við hrísgrjónin og losið um öll grjónin
  • Bætið varlega restinni af rjómanum við grautinn
  • Blandið möndlunum saman við grautinn og stráið einnig vel af möndlunum yfir grautinn. Einnig má sleppa því að blanda þeim við grautinn og hafa þær eingöngu ofaná.
  • Hitið kirsjuberasósuna (að suðu, en ekki láta hana sjóða). Ef vill þá má hræra maisenna út í vatn og þykkja kirsjuberjasósuna með því þegar hún er við suðumarkið, en við gerum það reyndar aldrei.